Lífið fyrr og nú

24 Vinnan Einu sinni á ári var ullin tekin af kindunum. En allt sumarið þurfti að mjólka þær tvisvar á dag. Sjálfstæði Íslendinga 2, bls. 74–75 Heimilið bls. 7–11 og 19–20 Það var ekki bara fullorðna fólkið sem þurfti að vinna, börnin hjálpuðu til eins fljótt og þau gátu og gamalt fólk vann eins og það hafði krafta til. Mest var að gera á sumrin. Þá var grasið slegið og þurrkað og geymt sem hey til að gefa húsdýrunum á veturna. Heyvinnan var seinleg því að allt var unnið með handverkfærum. Kindur voru látnar bíta gras og lyng þó að það væri vetur. Á sumrin var líka unnið við að mjólka kýr og kindur og gera mat úr mjólkinni. Lömbin, sem kindurnar eignast á vorin, fengu að sjúga mjólk úr mæðrum sínum meðan þau voru lítil. Svo voru lömbin rekin á fjall. Það var verk krakkanna að passa kýr og kindur, reka þær út í haga og aftur heim til að mjólka þær.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=