Lífið fyrr og nú

23 Í gamla daga varð fólk fegið ef það fann dauðan hval í fjörunni. Þess vegna er óvænt happ ennþá kallað „hvalreki“. Fólk veiddi sér til matar, bæði fisk, fugla og seli. Fyrir utan mjólk og kjöt lifðu Íslendingar aðallega á fiski. Margir karlmenn fóru burt um tíma til að veiða fisk. Bátarnir voru úr tré, opnir að ofan. Auðvitað var ekki vél í þeim því að vélar voru ekki til. Menn reru með árum út á sjó og veiddu þar á öngul. Til að fiskurinn skemmdist ekki var hann látinn þorna. Þá varð hann að harðfiski sem heitir líka skreið. Það besta af skreiðinni var selt til útlanda. Hitt fóru sjómenn með heim til að hafa í matinn. Fólk kunni líka að nýta alls konar mat sem finnst í náttúrunni. Ef menn fundu dauðan hval fékkst af honum mikill matur. Menn veiddu seli og fugla og tíndu egg. Yfirleitt hafði fólk ekki hænur til að verpa eggjum og ekki matjurtagarða til að rækta grænmeti, en það safnaði oft villtum jurtum sem hægt var að borða. Heimilið bls. 20 Fjölskyldan bls. 7–8 Störfin, öll bókin

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=