Lífið fyrr og nú

Húsdýrin og maturinn Á bæjum voru húsdýr, kindur, kýr og hestar. Mjólk fékkst úr kúnum og kindunum. Úr mjólkinni var búið til smjör og skyr. Af húsdýrunum fékkst líka kjöt og slátur. Fólk gerði mat úr hausunum, fótunum og blóðinu. Skinnið af húsdýrum var notað í föt og skó. Ullin af kindunum var helsta efnið í föt. Reipi voru fléttuð úr hrosshárum. Horn og bein voru höfð fyrir leikföng og úr þeim mátti líka smíða skeiðar og tölur. Svona kunni fólk að nýta margt sem það fékk heima í sveitinni. Þá var líka mjög fátt keypt í búðum. Af húsdýrunum fékkst efni í mat, föt og fleira. Fólk notaði hesta og hunda við að reka kindur. Algengustu leikföng barnanna voru horn og bein úr húsdýrunum. Þau voru höfð fyrir kýr, kindur, hesta og hunda. 22

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=