Lífið fyrr og nú

21 Heimilið bls. 5–7 og 12–13 Fjölskyldan bls. 6 og 12–16 Störfin bls. 5 og 6 Í eldhúsinu voru hlóðir þar sem eldur brann undir pottinum. Fólk þurrkaði mó eða kindaskít til að brenna í hlóðunum. Í gamla daga var ekkert rafmagn. Maturinn var ekki búinn til á eldavél heldur yfir logandi eldi. Þess vegna er talað um eldhús og að elda mat. Eldurinn var hafður í hlóðum úr stórum steinum. Þar hékk potturinn yfir eldinum. Fólk þurrkaði mó og kindaskít til að nota sem eldivið. Í sveitabænum var enginn vaskur og ekki rennandi vatn. Fólk þurfti að bera vatnið inn í fötu og geyma það í tunnu. Ryksuga var ekki til, ekki einu sinni kústur. Gólfið var sópað með vendi úr trjágreinum. Vöndurinn var líka notaður til að flengja börn ef þau voru löt eða óþæg. Sjónvarp var ekki til, ekki myndbönd og ekki einu sinni útvarp. Til skemmtunar var oft lesið eða sungið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=