Lífið fyrr og nú

20 Á sveitabæjum Í gamla daga áttu Íslendingar heima á sveita- bæjum. Fólk byggði bæina aðallega úr torfi og grjóti. Það var efni sem þurfti ekki að kaupa því að víðast var hægt að finna grjót og stinga upp torf. Þá bjó fólk til flesta hluti sjálft en reyndi að spara allt sem þurfti að kaupa. Aðalherbergið á bænum hét baðstofa. Þar voru rúm meðfram veggjum. Oft þurftu tveir og þrír að sofa í sama rúmi. Börn sváfu hjá einhverjum fullorðnum. Þegar fólk var inni hafði það rúmin sín fyrir sæti. Þar sat það við að borða og við vinnu sína, til dæmis þegar það var að búa til föt úr ull.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=