Lífið fyrr og nú

19 Galdramönnum var stundum kennt um ef húsdýr drápust. Galdrabrennur Menn skrifuðu galdrastafi, til dæmis til að gera stúlkur hrifnar af sér. Fólk hélt að galdramenn gætu vakið upp drauga og látið þá ráðast á fólk. Sjálfstæði Íslendinga 2, bls. 57 Í gamla daga trúði fólk á galdra. Það trúði þjóðsögum um galdramenn og það þótti stór- hættulegt að eignast göldróttan mann fyrir óvin. Sumir lærðu að galdra og héldu að þeir gætu það í alvöru. Á dögum Hallgríms Péturssonar voru Íslendingar sérstaklega hræddir við galdra. Þá trúðu margir á djöfulinn og héldu að hann hjálpaði galdramönnum. Ef eitthvað slæmt kom fyrir var galdra- mönnum oft kennt um. Margir voru kærðir fyrir að vera göldróttir og nokkrir voru dæmdir til dauða. Þeir voru brenndir lifandi á báli. Það hétu galdrabrennur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=