Lífið fyrr og nú

18 Refsingar Ennþá er til öxi og höggstokkur sem voru notuð til að höggva höfuðið af dæmdum afbrotamönnum í gamla daga. Í gamla daga vildi fólk refsa stranglega fyrir allt sem gert var rangt. Þá þótti sjálfsagt að flengja börn sem voru óþæg eða löt að vinna. Þegar fullorðið fólk braut lögin var það dæmt til harðrar refsingar. Til dæmis hýtt svo að blæddi. Stundum höfðu þjófarnir bara stolið mat af því að þeir áttu ekkert að borða. Fyrir meiri afbrot var fólk dæmt til dauða. Sumt var harðbannað í gamla daga sem ekki telst glæpur núna. Það var hægt að kæra fólk fyrir að sofa saman ef það var ekki gift. Og það var glæpur ef gift fólk átti barn með öðrum en konunni sinni eða manninum sínum. Krökkum var oft refsað með hýðingu. Líka fullorðnu fólki sem hafði brotið af sér. Sjálfstæði Íslendinga 2, bls. 76, 85 og 91

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=