Lífið fyrr og nú

17 Hallgrímskirkja í Reykjavík er kennd við Hallgrím Pétursson. Hallgrímur Pétursson Sjálfstæði Íslendinga 2, bls. 46–47 Hundrað árum á eftir Jóni Arasyni var uppi prestur sem hét Hallgrímur Pétursson. Hann var skáld sem orti falleg og skemmtileg kvæði. Frægustu kvæðin hans heita Passíusálmar. Þeir eru um líf og dauða Jesú. Kona Hallgríms hét Guðríður. Hún var kölluð Tyrkja-Gudda af því að hún hafði lent í Tyrkja- ráninu. Þegar hún var ung komu sjóræningjar sem kallaðir voru Tyrkir til Vestmannaeyja og rændu henni og fleira fólki. Þeir fóru með fólkið til Afríku og gerðu það að þrælum. Seinna voru sumir þrælarnir keyptir til baka. Þannig komst Guðríður aftur til Íslands. Á leiðinni heim kynntist hún Hallgrími Péturssyni. Í Tyrkjaráninu komu sjóræningjar til Íslands. Þeir höguðu sér eins og víkingar til forna, rændu fólki, brenndu hús og stálu hlutum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=