Lífið fyrr og nú

16 Jón Arason Þessa glæsilegu kápu keypti Jón Arason handa dómkirkjunni á Hólum. Jón var stórríkur og átti margar jarðir. Sjálfstæði Íslendinga 2, 6. kafli Einu sinni var biskup á Hólum í Hjaltadal sem hét Jón Arason. Á þeim tíma réð kóngurinn í Danmörku yfir Íslandi en páfinn í Róm réð yfir biskupum, prestum og kirkjum. Konungur ákvað nú að breyta kirkjunni úr kaþólskri kirkju í lútherska kirkju. Sú breyting er kölluð siðaskipti. Eftir siðaskiptin réð páfinn ekki lengur yfir kirkjunni heldur kóngurinn. Jón Arason vildi hafa kaþólska kirkju áfram. Hann gerði uppreisn gegn kónginum, safnaði her og barðist við þá sem vildu lútherska kirkju. En Jón var tekinn til fanga og drepinn. Lútherska kirkjan er enn þjóðkirkja á Íslandi. Samt er engin skylda að vera í henni. Menn mega til dæmis vera kaþólskir ef þeir vilja. Í gamla daga urðu allir að hafa sömu trú. Jón Arason og synir hans gerðu uppreisn gegn kónginum. Þeir töpuðu og voru hálshöggnir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=