Lífið fyrr og nú

14 Fornmenn áttu allir heima í sveit. Þá voru engin þorp eða borgir á Íslandi. Á flestum bæjum bjó aðeins ein fjölskylda, kannski líka fáeinir þrælar eða vinnufólk. Flestir þurftu að vinna mikið og lifa sparlega. En sumar fjölskyldur voru ríkar og fjölmennar. Þær áttu falleg föt og glæsileg vopn og bjuggu í stórum húsum. Ríka fólkið þurfti lítið að vinna og gat leyft börnunum sínum að æfa íþróttir og læra það sem þau höfðu áhuga á. Stúlkur giftust meðan þær voru unglingar, jafnvel 13 ára gamlar. Líf fornmanna Faðir stúlku mátti ráða hvaða manni hún giftist. Fólk hafði ekki mikil þægindi heima hjá sér. Eldurinn var í staðinn fyrir ofn, lampa og eldavél. Sami pallur var notaður til að sitja á og sofa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=