Lífið fyrr og nú

13 Frægasta fornsagan heitir Njáls saga. Hún er um Njál á Bergþórshvoli, Bergþóru konu hans, og syni þeirra. Hún segir líka frá Gunnari á Hlíðarenda sem var vinur Njáls, Hallgerði konu hans og mörgu öðru fólki. Njáll barðist ekki, en hann var vitur og gaf fólki góð ráð. Synir Njáls eignuðust líka marga óvini og lentu í bardögum. Njáll og Bergþóra, synir þeirra og fleira fólk brunnu inni þegar óvinir komu að Bergþórshvoli og kveiktu í húsinu. Það er kallað Njálsbrenna. Gunnar á Hlíðarenda var mikill bardagamaður og var líka drepinn í sögunni. Fornmenn börðust með sverðum, spjótum og öxum. Sjálfstæði Íslendinga 1, 13. kafli Í Njálsbrennu dó Njáll á Bergþórshvoli, Skarphéðinn, sonur hans, og margt fleira fólk. En hetjan Kári slapp út og hefndi fyrir brennuna með því að drepa marga af óvinunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=