Lífið fyrr og nú

Fornmenn kunnu mikið af sögum og ljóðum og fólk skemmti sér oft við að hlusta á einhvern segja sögur. Svo fóru menn líka að skrifa sögur og búa til bækur. Ennþá eru margir sem lesa þessar fornu sögur og finnst þeir þekkja fólkið sem þær segja frá. Í flestum fornsögum er sagt frá hraustum bardagamönnum. Oft er mesta hetjan drepin áður en sögunni lýkur. Fornsögurnar Gísli Súrsson var útlagi. Hann var dæmdur fyrir að drepa mann. Eftir það lifði hann í felum og var að lokum drepinn. 12 Grettir sterki var líka dæmdur útlagi. Hann lifði á flakki og í felum í tuttugu ár áður en óvinir hans drápu hann. Þá varð hann stundum að stela kindum til að hafa kjötið af þeim í matinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=