Lífið fyrr og nú

11 Margt af því sem við vitum um fornmenn stendur í gömlum handritum. Þegar Snorri var í Noregi var hann gestur hjá kónginum. Hann orti kvæði um kónginn og fékk gjafir í staðinn. Heima á Íslandi skrifaði Snorri bækur. Hann skráði sögur af heiðnum goðum og bók um norska konunga. Til er saga af langa-langa- langa-langa-langa-langafa hans, sem hét Egill Skallagrímsson og var frægur bardagamaður og skáld. Margir halda að Snorri hafi skrifað þessa sögu. Snorri lifði á Sturlungaöld og átti í ófriði við aðra goða. Einu sinni komu óvinir hans að Reykholti um miðja nótt, fundu Snorra í felum og drápu hann. Sjálfstæði Íslendinga 1, 9. kafli Snorri orti kvæði um kónginn í Noregi. Kóngurinn var unglingur sem seinna varð fyrsti konungur Íslendinga. Þá var hann kallaður Hákon gamli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=