Lífið fyrr og nú

10 Frægastur af öllum fornmönnum er Snorri Sturluson. Snorri var ekki bardagamaður. En hann var gáfaður, orti kvæði og samdi bækur. Frá því Snorri var þriggja ára ólst hann upp hjá fóstra sínum. Það var Jón Loftsson í Odda, voldugasti goðinn á öllu Íslandi. Í Odda gat Snorri lært mikið og lesið bækur. Þegar Snorri var orðinn fullorðinn varð hann sjálfur goði. Þá bjó hann í Reykholti í Borgarfirði. Hann átti líka fleiri sveitabæi og fjöldann allan af kúm og kindum. Hann varð ríkasti maður á öllu landinu. Snorri þurfti ekki að vinna erfiða vinnu þegar hann var barn. Hann mátti læra og lesa eins og hann vildi. Í Reykholti hafði Snorri laug með heitu vatni til að sitja í. Hún heitir Snorralaug. Snorri Sturluson

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=