Lífið fyrr og nú

9 Íslendingar á Alþingi sverja að borga Noregskonungi skatt. Óskadraumur stráka var að verða miklir bardagamenn. Í útlöndum ríktu konungar, til dæmis í Noregi. Íslenskum höfðingjum, sem voru á ferð í Noregi, þótti merkilegt að kynnast konunginum. Stundum var mikill ófriður milli goðanna á Íslandi. Þeir söfnuðu oft liði til að berjast hver við annan. Margir særðust eða dóu í þessum átökum. Þetta tímabil hefur verið kallað Sturlungaöld. Goðarnir reyndu að fá hjálp frá konunginum í Noregi, en hann vildi verða konungur yfir Íslandi líka. Konungurinn gerði samning við Íslendinga um að hann mundi tryggja frið ef hann fengi að stjórna á Íslandi. Íslendingar voru þá ekki lengur sjálfstæðir. Í staðinn fyrir goðana komu sýslumenn og aðrir embættismenn sem konungur réð yfir. Þessi samningur heitir Gamli sáttmáli. Landnám Íslands bls. 74–76 Sjálfstæði Íslendinga 1, 2. kafli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=