Lífheimurinn

96 Fiskar eru hver öðrum ólíkir Fiskar eru mismunandi í útliti. Hjá sumum fiskum vísar munnurinn upp á við en þannig er auðveldara fyrir þá að grípa fæðu úr yfirborðinu. Aðrir hafa langan og mjóan munn, trjónu, svo að þeir geta gripið bráð úr gjótum og holum á botninum. Sumir fiskar, til dæmis þorskur og langa, leita ætis á nóttunni eða á miklu dýpi þar sem myrkur ríkir. Þorskurinn hefur anga á hökunni, sem kallast skeggþráður , og notar hann til að þreifa fyrir sér eftir æti. Fiskar eru oft dökkir á baki og ljósir á kvið. Þannig falla þeir betur inn í umhverfið. Ef horft er ofan frá sér á dökkt bakið sem hverfur þá í myrkrið í djúpinu og ef horft er neðan frá fellur hvítur liturinn betur að birtunni sem að ofan kemur og þeir sjást verr fyrir vikið. Hrygning – hrogn og svil Margir fiskar fjölga sér á vorin og sumrin og talað er um að þeir hrygni . Hrygningin hefst venjulega á því að karlfiskurinn, hængurinn , leitar uppi kvenfiskinn, sem kallast hrygna . Hrygnan lætur hrognin (eggin) frá sér út í vatnið og hængurinn sprautar sæðisvökvanum, sem kallast svil , yfir þau og sáðfrumurnar frjóvga hrognin. Hrognin eru síðan látin afskiptalaus. Flest verða étin, en úr hluta þeirra klekst ungviði sem kall­ ast seiði . Þau verða oftast að spjara sig á eigin spýtur. Fáeinar tegundir fiska gæta þó hrogna sinna og seiða þar til þau geta bjargað sér sjálf, eins og hornsíli. Sumir hitabeltisfiskar hafa hins vegar innri frjóvgun og hrygnan gýtur síðan lifandi seiðum. Þannig er þetta líka hjá sumum hákörlum og skötum og hjá mörgum fiskum af karfaætt. 1 Hvað heita tveir meginhópar fiska? 2 Hvernig anda fiskar? 3 Hvaða hlutverki gegnir rákin hjá fiskum? 4 Hvernig hreyfa fiskar sig? 5 Hvaða hlutverki gegnir sundmaginn hjá fiskum? 6 Hver er munurinn á hvítum og rauðum vöðvum hjá fiskum? 7 Hvernig fjölga fiskar sér? Hvers vegna þurfa fiskar ekki að blikka augunum? Líkamsgerð fiska er margvísleg. Líkami þeirra er þó yfirleitt alltaf rennilegur, sem tryggir að þeir smjúga vatnið auðveldlega. Það blasir alls ekki við að sæhesturinn sé fiskur. Hængurinn gætir hrognanna (eggj- anna) í poka á maganum og þar klekjast þau. Skata Hrognkelsi Sædjöfull Bleikja Rauðspretta Síldarkóngur SJÁLFSPRÓF ÚR 6.7

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=