Lífheimurinn

95 DÝR Þorskur og lax eru beinfiskar Í hópi beinfiska eru til dæmis síld, þorskur, lax, gedda og skötuselur. Húð þeirra er þakin hreistri og kallast roð . Hreistrið er litlar bein­ plötur sem stækka með hverju ári og þar myndast árhringir sem segja til um aldur fisksins, rétt eins og árhringir í tré segja til um aldur þess. Hreistrið er þakið slímlagi sem verndar fiskinn. Ef slímlagið skaðast getur fiskurinn drepist. Fiskar synda með því að sveigja líkamann á víxl til hliðanna og með því að blaka uggunum . Á þennan hátt geta þeir synt áfram, sveigt til hliðar eða upp eða niður eða hægt á sér. Sundhreyfingarnar eru knúnar með mörgum vöðvum . Vöðvar flestra fiska eru hvítir. Þorskur og ýsa hafa hvíta vöðva og þeir henta vel til snöggra hreyfinga og árása. Laxfiskar hafa hins vegar rauða vöðva . Þeir vöðvar eru hægari en hafa meira þol og henta því vel á löngum ferðum laxins um höf og ár. Tálkn og sundmagi Fiskar anda með tálknum . Þeir taka vatn inn um munninn, láta það streyma um tálknin, sem taka úr því súrefni, og síðan fer vatnið út um tálknaopin á hliðum höfuðsins. Tálknin eru rauð því að þau eru með þéttu neti hárfínna æða sem taka súrefni úr vatninu. Hákarlar og aðrir brjóskfiskar hafa tálknaraufar í stað tálknaopa og þær sjást greinilega á hálsi fiskanna. Sjórinn fer inn um munninn, yfir tálknin og út um rauf­ arnar sem eru yfirleitt fimm hvorum megin. Flestir beinfiskar hafa sundmaga sem er loftfyllt blaðra með mis­ miklu lofti í. Ef loftið er aukið í sundmaganum syndir fiskurinn ofar í sjónum og öfugt. Brjóskfiskar hafa hins vegar ekki sundmaga. Þeir síga því niður á botninn ef þeir synda ekki stöðugt um. Flestir fiskar hafa svipuð innri líffæri og hér er sýnt. Bakuggar Heili Kvörn Tálkn Skeggþráður Hjarta Lifur (skorin) Rákin Hrognasekkur eða svil (kynkirtlar) Sundmagi Sporður Raufaruggar Skúflangar Magi Þarmar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=