Lífheimurinn

94 DÝR Hákarlar – hættuminni en af er látið Flestir fiskar eru rándýr. Í gininu eru tennur sem vísa oft inn á við og halda bráðinni fastri þegar hún hefur verið gripin. Hákarlar eru al­ ræmdir fyrir sínar beittu og hvössu tennur sem sitja í röðum aftur eftir munninum. Þegar fremsta röð tannanna er orðin slitin færist röðin fyrir aftan fram og kemur í stað hinna. Verra orð fer af hákörlum en þeir eiga skilið. Flestir eru mjög frið­ samar skepnur og sumar tegundir lifa eingöngu á dýrasvifi . Það á til dæmis við um beinhákarlinn, stærsta fisk hér við land, og stærsta há­ karl heims, hvalháfinn, sem getur orðið 18 metra langur og 20 tonn á þyngd. Hann er jafnframt stærsti fiskur veraldar. Húð hákarla er alsett smáum göddum svo að hún verður hrjúf og kallast skrápur . Húðin hefur þróast þannig að fiskarnir smjúgi vatnið með sem minnstu viðnámi. Uggar sem urðu að útlimum Þróun beinfiska var býsna langt á veg komin þegar fyrir um 400 milljónum ára. Sumir höfðu ugga sem minntu á stuttan skúf eða kúst svo að þeir gátu brölt um á þeim. Enn í dag lifa fiskar sem eru líkir þessum. Lungnafiskar og bláfiskurinn, sem sést á myndinni hér, eru dæmi um þessa fornu fiska. Bláfiskar eru skyldir fiskfroskum, sem eru aldauða, en af þeim þróuðust fyrstu ferfættu froskdýrin á landi. Útlimir landdýra hafa sem sagt þróast af uggum þessara fornu fiska. Hvalháfurinn hefur vítt og mikið gin, enda gleypir hann mikinn sjó og síar úr honum svif. LÍF Í ÞRÓUN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=