Lífheimurinn

93 Fiskar – fyrstu hryggdýrin Brjóskfiskar og beinfiskar Allir, sem borðað hafa fisk, vita að í þeim eru mörg bein, meðal annars langur hryggur. Allir fiskar, froskdýr, skriðdýr, fuglar og spendýr hafa stoð­ grind með hrygg. Þau kallast því hryggdýr . Stoðgrindin gegnir því hlutverki að styrkja líkamann og vernda hann og á hana festast líka vöðvarnir. Hryggurinn er gerður úr mörgum hryggjarliðum sem mynda langa burðarsúlu og milli liðanna er mjúkt brjósk þannig að líkaminn verður sveigjanlegur. Stoðgrind fiska er ýmist úr brjóski eða beini og eftir því er núlifandi fiskum skipt í brjóskfiska og beinfiska . Hákarlar og skötur eru til dæmis brjóskfiskar, en tegundir beinfiska eru mun fleiri en tegundir brjóskfiska. Hefur þú komið við nýveiddan fisk? Ef svo er veistu að hann er yfir­ leitt kaldur viðkomu. Það þýðir að fiskar eru misheit dýr. Líkamshiti þeirra sveiflast með hita vatnsins í umhverfi þeirra. Næm skynfæri Veiðimenn vita að fiskar eru varir um sig og styggir. Margir fiskar heyra vel og sjá vel það sem er nálægt þeim. Á hliðum fiska er skynfæri sem kallast rákin . Með henni greina fiskar þrýstingsbreytingar og hreyf­ ingar í vatninu. Fiskar sem lifa á miklu dýpi þar sem myrkur ríkir, eða í gruggugu vatni, nota rákina til þess að halda áttum eða finna bráð. Sumar tegundir fiska, sem hafa lifað lengi í eilífu myrkri, til dæmis fiskar sem lifa í hell­ um neðanjarðar hafa misst sjónina algerlega. Fyrir stangveiðimenn skiptir það öllu máli hvaða beitu þeir nota á öngulinn, því að fiskar hafa næmt bragð - og lyktarskyn . Þeir skynja bragð ekki að­ eins í munninum heldur með öllum líkamanum. Ótrúlega næmt lyktarskyn laxins gerir honum til dæmis kleift að rata langar leiðir aftur til árinnar sem hann ólst upp í. Þar parar hann sig og hrygnir. 6.7 Fiskar eru forfeður allra annarra hryggdýra. Sterk stoðgrind fiska verndar viðkvæm innri líffæri og vöðvarnir festast líka á hana. Fiskar Fuglar Skriðdýr Froskdýr Spendýr

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=