Lífheimurinn

92 DÝR Meindýr í hópi skordýra Fyrr á tímum voru flær og veggjalýs algengar í húsum. Þessi skordýr báru með sér sjúkdóma og fólk klæjaði undan biti þeirra. Nú hefur þessum dýrum að mestu verið útrýmt í híbýlum fólks. Enn sækja þó á okkur flær af fuglum og höfuðlúsin er enn algengt meindýr. Lyf gegn þessari óværu fást í lyfjabúðum. Mörg skordýr eru meindýr í skógrækt hér á landi, til dæmis birki­ feti og víðifeti, og ertuygla hefur valdið talsverðum skaða síðustu árin. Lirfurnar naga laufblöðin og geta valdið talsverðu tjóni. Kálfluga er meindýr sem leggst á ýmsar káltegundir og gulrófur á ökrum bænda. Helsta vörn gegn þessum meindýrum er að eitra fyrir þeim, en lífrænar varnir eru fáar eða engar enn sem komið er. Í hitabeltislöndum dreifast margir alvarlegir sjúkdómar með skor­ dýrum. Mýrakalda (malaría) er skæð hitasótt sem smitast með moskító­ flugum og svefnsýki berst með tsetseflugum. 1 Hvaða hópi dýra tilheyra skordýr? 2 Hversu marga fætur hafa skordýr? 3 Nefndu dæmi um nokkur félagsskordýr. 4 Hvað er púpa? 5 Hvaða munur er á depilauga og samsettu auga? 6 Til hvers nota skordýr fálmara sína? 7 Nefndu nokkur atriði sem skýra velgengni skordýra í heiminum? 8 Lýstu fullkominni myndbreytingu og ófullkominni myndbreytingu. Hver er líkleg ástæða fyrir því að mjög margir eru hræddir við algerlega skaðlaus skordýr? Höfuðlúsin er býsna algeng hjá börnum. Hún berst helst milli þeirra ef höfuð þeirra snertast eða ef þau lána hvert öðru húfu eða hárbursta. Hér er mikið stækkuð lús á mannshári. SJÁLFSPRÓF ÚR 6.6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=