Lífheimurinn

91 DÝR Mörg skordýr lifa í samfélögum Sumar tegundir skordýra lifa í samfélögum þar sem verkaskipting er skýr. Þessi skordýr kallast félags­ skordýr . Í mauraþúfu eru til dæmis hermaurar sem vernda maurabúið gegn óvinum, en vinnumaurar mata drottningarnar og lirfurnar. Drottningarnar eru neðst í mauraþúfunni og eru miklu stærri en hinir maurarnir. Þær hafa það eina hlutverk að verpa eggjum. Í hverju búi er ein eða fleiri drottning og hún getur orðið tuttugu ára. Býflugur, hunangsflugur og geitungar lifa líka í félögum þar sem dýrin gegna mismunandi hlut­ verkum. Termítar (hvítmaurar) eru félagsskordýr sem minna svolítið á maurana í mauraþúfunum. Termítarnir eru þó miklu skyldari kakkalökkum en maurum. Termítar lifa í heitum löndum. Sumir reisa sér gríðarstóra bústaði sem kallast hraukar og geta verið margir metrar á hæð. Í hverjum hrauk lifa þús­ undir termíta sem sinna mismunandi störfum. Í hverju búi er ein ógnarstór drottning og eitt frjótt karldýr. Þau eru foreldrar allra hinna termítanna í búinu. Nytsöm skordýr Maðurinn hefur nýtt sér skordýr á ýmsan hátt um þúsundir ára. Við höfum notað silkiþráð til þess að búa til einstaklega mjúk og falleg efni sem eru notuð í skrautlegan fatnað. Þráðurinn er unninn úr púp­ unni sem silkifiðrildið skríður úr. Hunangsflugur og býflugur eru líka til mikils gagns fyrir manninn. Þessi skordýr eru mikilvægir frævarar ávaxtatrjáa og tryggja að við fáum ávexti af trjánum og svo fáum við líka hunang og vax frá býflugunum. Skordýr eru einnig notuð við lífrænar varnir gegn meindýrum. Maríuhænur og lirfur þeirra éta til dæmis blaðlýs sem geta skaðað ýmsar nytjaplöntur. Maríuhænurnar halda þeim í skefjum og koma í veg fyrir að þær valdi tjóni í ræktun. Termítahraukar geta orðið allt að sjö metra háir. Lirfa maríuhænunnar er gráðugt rándýr. Hún er notuð við lífrænar varnir gegn meindýrum. Hér er hún í þann veginn að hesthúsa blaðlús.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=