Lífheimurinn

90 DÝR Fullkomin myndbreyting Flest skordýr hafa innri frjóvgun, en þá renna egg og sáð­ fruma saman inni í líkama kvendýrsins. Að lokinni frjóvg­ uninni verpir kvendýrið eggjum sem hafa um sig seiga skurn sem varnar því að þau þorni um of. Framhaldið er svo mismunandi eftir skordýrum og getur verið á tvo vegu, annars vegar fullkomin myndbreyting og hins vegar ófullkomin myndbreyting. Flest skordýr taka breytingum sem kallast fullkomin myndbreyting . Lirfan , sem er gerólík foreldrunum, skríður úr egginu, étur og étur þar til hún verður stór og verður þá að púpu sem er umlukin hýði. Inni í púpunni gerbreytist lirfan og að lokum skríður fullvaxið skordýr úr púpunni. Fiðrildi, bjöllur, býflugur, maurar, hunangsflugur, geitungar, húsflugur og mýflugur eru dæmi um skordýr sem taka fullkominni myndbreytingu. Þessi skordýr lifa veturinn af ýmist sem egg, lirfur, púpur eða fullvaxin dýr. Ófullkomin myndbreyting Önnur skordýr taka annars konar breytingum sem kallast ófullkomin myndbreyting . Í þeim hópi eru til dæmis engi­ sprettur, blaðlýs og skortítur. Hjá þessum dýrum myndast hvorki lirfa né púpa. Þess í stað skríður út dýr sem er tals­ vert líkt foreldrum sínum, bara minna og ekki vængjað og kallast gyðla . Gyðlan hefur hamskipti nokkrum sinnum og stækkar smám saman og verður loks að fullvöxnu dýri. Munnlimir og matur Skordýr éta mismunandi fæðu og því eru munnlimir þeirra sérhæfðir þannig að þeir henti hverri tegund. Munnlimirnir eru sérhæfðir limir á höfðinu sem gegna hlutverki við fæðuöflun. Blaðlýs og margar títur sjúga safa úr laufblöðum plantna og margar mýflugur sjúga blóð úr öðrum dýrum. Þessi skordýr hafa því munnlimi sem eru nállaga og minna á sogrör. Drekaflugur, geitungar og maurar tyggja fæðuna og hafa því beitta munnlimi sem geta bitið. Fiðrildi hafa hins vegar langan og upphringaðan sograna sem þau geta stungið djúpt inn í blóm og sogið upp blómsafa. Fiskiflugan á myndinni hefur munn sem minnir á ryksugustút og sýgur með honum upp vökva og ýmiss konar fasta fæðu. Á fótum hennar eru skynfæri sem greina bragð. Skortítur taka ófullkominni myndbreytingu. Myndin er af tjarnartítu sem er ein tegund skortítna. Egg Lirfa Púpa Fullvaxið skordýr Birkifeti er fiðrildi. Hann tekur fullkominni myndbreytingu. Egg Gyðla Fullvaxið skordýr LÍF Í ÞRÓUN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=