Lífheimurinn

89 DÝR Vel þroskuð skynfæri Á höfði skordýra eru bæði depilaugu og samsett augu. Samsettu augun eru úr þúsundum smáaugna. Skordýr skynja hreyfingu vel með samsettu augunum en þau skila ekki greinilegri mynd. Depilaugun eru einfaldari að gerð en samsettu augun og talið er að þau fyrrnefndu séu ljós­ næmari en hin. Skordýr sjá best það sem er næst þeim og sum þeirra greina liti. Það sést á því að þau laðast að skærlitum blómum í leit að frjókornum og blómsafa. Á höfði skordýra eru tveir fálmarar og með þeim skynja þau snertingu, hita, raka og lykt. Með fálmurum sínum greina sum karlfiðrildi lykt af kvenfiðrildi þótt það sé í margra kílómetra fjarlægð. Mörg skordýr hafa líka næma heyrn. Heyrnarfærin eru á mismunandi stöðum eftir tegundum. Hjá mýflug­ um eru þau á fálmurunum, hjá engisprettum eru þau á fótunum og hjá sumum fiðrildum er þunn himna á aft­ urbolnum sem nemur hljóðbylgjur. Engisprettur fram­ kalla hljóð sín með því að nudda saman fæti og væng, en söngtifur með því að nudda saman vængjunum. Helstu hópar skordýra Þótt líkamsgerð skordýranna sé í meginatriðum svipuð geta tegund­ irnar verið hver annarri ólík. Það blasir til dæmis ekkert við í fljótu bragði að bæði engisprettur og fiðrildi séu skordýr. Dýrafræðingar raða öllum þessum aragrúa tegunda í misstóra hópa eftir skyldleika og fá þannig betri yfirsýn yfir þennan margbreytilega hóp. Helstu hópar skordýra eru bjöllur, fiðrildi, drekaflugur, tvívængj­ ur og æðvængjur. Í hópi æðvængna eru til dæmis býflugur, maurar og geitungar. Æðvængjur hafa fjóra vængi. Húsflugur og mýflugur hafa tvo vængi og eru í ættbálki tvívængna. Fiðrildi Bjöllur Tvívængjur (húsfluga) Æðvængja Kögurskotta (silfurskotta) Skortítur (blaðlús) Til glöggvunar er skordýrum skipt í nokkra stóra meginhópa. Myndirnar sýna dýr úr nokkrum þessara hópa. Fjaðurlíkir fálmarar þessa fiðrildis gera því kleift að greina lykt af kvendýri í margra kílómetra fjarlægð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=