Lífheimurinn

88 Liðdýr lifa nánast alls staðar Enginn hópur dýra á jörðu hefur jafnmargar tegundir og skordýrin . Um það bil þrír fjórðu hlutar allra greindra dýrategunda eru skordýr og á hverju ári uppgötvast fjöldi nýrra tegunda. Fjöldi einstaklinga af hverri tegund er enn fremur mjög mikill. Það ætti því ekki að koma á óvart að skordýr eru mikilvæg fæða margra annarra dýra. Skordýr eru langstærsti hópur liðdýra , en af öðrum hópum má nefna krabbadýr, áttfætlur og fjölfætlur. Skordýr lifa í öllum vistkerfum jarðar, nema í höfunum. Tegundafjöldinn og útbreiðslan á sér nokkrar orsakir og liggur í eiginleikum þeirra. Skurnin verndar þau mjög vel gegn ofþornun og gegn árás óvina. Flughæfni þeirra hefur gert þeim kleift að breiðast út um alla jörðina og þau geta flogið undan óvinum sínum. Vegna þess hve mörg þau eru eiga þau sjaldan í erfið­ leikum með að finna maka. Þau tímgast hratt og það auðveldar þeim að aðlagast breyttum lífsskilyrðum. Fyrir um 300 milljónum ára, löngu fyrir blómaskeið risaeðlanna, voru uppi risa- vaxnar drekaflugur. Þær höfðu allt að 75 sentimetra vænghaf sem er svipað og vænghaf kríu. Gerð og útlit skordýra Öll skordýr hafa sex fætur og flest hafa tvo eða fjóra vængi. Líkaminn skiptist í höfuð, frambol og afturbol. Skordýr hafa engin lungu. Þess í stað anda þau að sér lofti sem þau taka inn um svokölluð andop á hliðum afturbolsins. Loftið er svo flutt eftir grönnum pípum sem kallast loftæðar og þær flytja súrefni til allra frumna líkamans. Hreyfingar líkamans nægja til að flytja loft eftir æðunum. Lirfur vatnaskordýra taka til sín súrefni úr vatninu. Brunnklukkur eru skordýr sem lifa í vatni. Þær koma upp á yfirborðið öðru hverju og sækja sér loft sem þær geyma undir vængj­ unum. Lirfur sumra randaflugna hafa langa pípu á afturendanum sem þær stinga upp í vatnsyfirborðið til þess að ná sér í loft. Depilauga Frambolur Afturbolur Fótur Andop Samsett auga Fálmari Vængur með æðstrengjum Höfuð Liðdýr – fjölbreyttasti hópur lífvera 6.6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=