Lífheimurinn

87 DÝR Mítlar geta borið sjúkdóma Mítlar eru smáar áttfætlur. Í þeim hópi eru rykmaurar (rykmítlar) sem lifa í sængurfötum manna og éta dauðar húðfrumur. Þeir eru yfirleitt skaðlitlir, en geta þó valdið ofnæmissjúkdómum hjá fólki. Rykmaurar virðast vera sjaldgæfir hér á landi, en skyldar tegundir, heymaurar , eru algengar í heyi hérlendis og valda heyofnæmi. Blóðmítlar sjúga blóð úr mönnum og öðrum dýrum. Sumir þeirra koma sér fyrir í grasi og bíða þess að plöntuæta eigi leið hjá. Þá bíta þeir sig fasta og sjúga blóð og geta þá margfaldað stærð sína og orðið á stærð við baun. Þeir þurfa blóð til vaxtar og til þess að mynda eggin. Sumir blóðmítlar bera með sér alvarlega sjúk­ dóma, til dæmis heilabólgu. Blóðmítlar hafa nýlega borist til Íslands. Fjölfætlur – felugjarnar og fótamargar Fjölfætlur er samheiti yfir tvo hópa liðdýra sem kall­ ast margfætlur og þúsundfætlur . Eins og nöfnin gefa til kynna státa þessi dýr af mörgum fótum og þeir eru aldrei færri en níu pör. En þótt annar hópurinn heiti þúsundfætlur er engin tegund í þeim hópi með þúsund fætur. Fótflesta tegundin hefur bara 750 fætur! Margfætlurnar eru rándýr sem leynast undir stein­ um, spreki og gróðri í raka og rökkri, en þúsundfætl­ urnar eru plöntuætur og lifa í svipuðu umhverfi. Viltu nokkuð sofa hjá mér? Rykmaurar eru algengir í rúmfötum fólks og húsgögnum og lifa á húðfrumum af okkur. Þeir geta valdið ofnæmi. 1 Í hvaða hópi dýra eru krabbadýr, áttfætlur og fjölfætlur? 2 Hvernig anda krabbadýr? 3 Hvernig eru augu áttfætlna? 4 Til hvers nota krabbadýrin fálmarana? 5 Nefndu þrjá hópa krabbadýra sem eru mikilvægur hluti dýrasvifsins. 6 Hvar lifa margfætlur og þúsundfætlur? 7 Lýstu gerð stoðkerfisins hjá liðdýrum. 8 Lýstu tveimur aðferðum sem kóngulær nota til fæðuöflunar. 9 Nefndu nokkra algenga mítla. Hvaða skaða valda rykmaurar og heymaurar? Þúsundfætlur hafa liðskiptan bol og eru með tvö pör fóta á hverjum lið. SJÁLFSPRÓF ÚR 6.5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=