Lífheimurinn

85 DÝR Rækjur, meðal annars sú sem lifir hér við land, hafa sérkennileg kynskipti . Ungar rækjur eru karldýr en þau verða kvendýr þegar þau eldast. Rækjurnar, sem eru á borðum okkar, eru yfirleitt kvendýr, því að þau eru stærri og þess vegna veidd frekar. Hrognin , sem eru stundum undir hala þeirra, eru egg rækjunnar. Krabbadýr eru mikilvægur hluti dýrasvifs Mörg krabbadýr eru svo smá að þau rekur fyrir straumum. Dýrin eru hluti dýrasvifsins í höfum og stöðuvötnum. Í þessum hópi eru meðal annars krabbaflær, stökkkrabbar og vatnaflær. Þessi dýr éta plöntusvif­ ið og smæstu dýrin í dýrasvifinu, til dæmis frumdýr, og eru mikilvægt æti fyrir mörg önnur dýr. Algengasta krabbaflóin í hafinu við Ísland kallast rauðáta og er mikilvæg fæða margra hvala. Grápadda – krabbadýr á þurru landi Sum krabbadýr halda sig á þurru landi. Í þeim hópi er til dæmis grá­ paddan sem finnst helst í gripahúsum og gróðurhúsum víða um land og þar sem jarðhiti finnst. Grápöddur þurfa rakt loft og finnast því úti í náttúrunni, helst undir steinum eða spýtum þar sem er bæði rakt og dimmt. Þær eru mikilvægir sundrendur plöntuleifa. Á kviði kven­ dýranna er hola eða dæld sem kallast klakhola. Eggjunum er komið fyrir þar og þar klekjast þau. Ungviðið heldur sig þar til að byrja með. Ungarnir verða fullvaxnir á tveimur árum. Grápöddur tilheyra þeim hópi krabbadýra sem kallast jafnfætlur . Margar jafnfætlur lifa í sjó, til dæmis þanglýs sem eru algengar í fjörum hér við land. Tréætan er önnur jafnfætla sem lifir hér og veldur skaða á timburmannvirkjum í sjó því að hún nagar göng gegnum viðinn. Grápöddur eru landkrabbadýr sem lifa meðal annars á Íslandi. Hrúðurkarlar – fastgróin krabbadýr Hrúðurkarlar eru krabbadýr, algeng stærð þeirra er í kringum einn sentimetri í þvermál. Hrúðurkarlar lifa í hvítum húsum úr kalki. Þeir festa sig oft margir saman á klappir og steina, jafnvel samlokur, og einnig á skip og báta. Hrúðurkarlar draga úr siglingahraða báta og því eru þeir oft málaðir með málningu sem krabbadýrin þola illa. Hrúðurkarlar éta með því að stinga fótum sínum út úr kalkhúsunum og veiða svif úr sjónum. Ef hrúðurkarlar koma upp úr sjó þegar fjarar út loka þeir opinu á húsinu og koma þannig í veg fyrir ofþornun. ÍTAREFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=