Lífheimurinn

6.5 Liðdýr hafa ytra stoðkerfi Krabbadýr, áttfætlur, fjölfætlur og skordýr eru helstu hópar liðdýra . Líkami þessara dýra er þakinn harðri húð sem kallast skurn . Hún er stinn og óhreyfanleg, en líkaminn skiptist í nokkra harða hluta sem kallast liðir og á milli þeirra, á liðamótunum, er mjúk húð þannig að líkaminn í heild hreyfist fyrst og fremst þar. Skurnin gegnir því hlutverki að vernda innri líffærin og á hana innanverða festast líka vöðvar líkamans. Vegna þess að skurnin vex ekki um leið og líkaminn þurfa dýrin að kasta henni af sér nokkrum sinnum í uppvextinum. Þá er sagt að dýrin hafi hamskipti . Þegar skurninni hefur verið kastað og þar til ný mynd­ ast líður nokkur tími og á meðan er dýrið mjög viðkvæmt og auðveld bráð fyrir önnur dýr. Á þeim tíma reyna þau að dyljast sem best. Hvernig líta krabbadýr út? Flest krabbadýr lifa í sjó eða fersku vatni. Sum eru allstór, en önnur smásæ. Stór krabbadýr, til dæmis humar, hafa harða skurn og halinn er langur og með mörgum liðamótum og þess vegna sveigjanlegur. Undir skurninni eru tálkn sem dýrin anda með. Öll krabbadýr hafa að minnsta kosti fimm pör fóta. Mörg þeirra hafa öflugar klær sem þau nota til þess að verja sig eða til þess að éta. Þau hafa tvö pör fálmara og á þeim eru skynfæri sem greina snertingu, bragð og lykt. Fremst á höfð­ inu eru samsett augu á stilkum. Slík augu eru gerð úr mörg hundruð smáaugum sem raðast þétt sam­ an. Með þeim greina krabbadýrin auðveld­ lega hreyfingu ann­ arra dýra í næsta ná­ grenni. Rækjur, humrar og krabbar þykja herra­ mannsmatur. Krabbadýr, áttfætlur og fjölfætlur Bogkrabbi Tindakrabbi 84 Leturhumar Ljósáta Marfló Trjónukrabbi Rauðáta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=