Lífheimurinn

83 DÝR Iglur hafa sogskálar á báðum endum líkamans. 1 Nefndu þrjá helstu hópa orma. 2 Hvernig anda flestir ormar? 3 Hvað heita einingarnar sem líkami sumra orma skiptist í? 4 Hvernig smituðust menn af sullaveiki? 5 Hvernig hreyfa iglur sig? 6 Lýstu því hvernig ánamaðkar bæta jarðveg og vaxtarskilyrði plantna. 7 Hvernig fjölga ánamaðkar sér? Sumir burstaormar lifa í pípum og hafa fagurlita arma sem mynda krans. Dýrin reka þessa fjaðurkenndu arma út úr píp- unni og veiða svif úr sjónum og taka upp súrefni um leið. Mjög margir þráðormar eru sníklar. Njálgur , tríkína og spóluormur eru sníkjuþráðormar. Njálgurinn er al­ gengur í börnum og spóluormur er algengur í köttum, hundum og hestum. Í hestunum finnast allt að 30 senti­ metra langir spóluormar. Liðormar Ánamaðkurinn er liðormur. Líkaminn skiptist í liði sem minnir á hringi. Á Íslandi lifa um tíu tegundir ánamaðka og þeir stærstu verða um 20 sentimetra langir. Þeir eru mikilvægar lífverur í náttúrunni því að þeir auðga og bæta jarðveg. Þeir éta plöntuleifar og skila næringar­ ríkum úrganginum út í jarðveginn. Göngin, sem þeir grafa, auka líka loftið í jarðveginum og það örvar vöxt plantna. Stærstu ánamaðkar heims lifa í Suður-Afríku og verða næstum sjö metra langir. Allir ánamaðkar eru tvíkynja. Það merkir að hver ormur er bæði karl- og kvendýr. Þegar tveir ormar makast leggjast þeir hvor að öðrum og skiptast á sáð­ frumum. Úr eggjunum koma örsmáir ánamaðkar sem ná fullri stærð á um það bil ári. Burstaormar eru liðormar sem lifa í sjó og anda með tálknum eða húðinni. Sumir þeirra synda um með kröftugum burstafótum og veiða bráð. Aðrir halda kyrru fyrir í pípum sem þeir gera sér á botninum. Iglur (blóðsugur) eru enn einn hópur liðorma og þær lifa í sjó og fersku vatni. Þær geta synt um en líka skriðið eftir botninum með hjálp tveggja sogskála á endum líkamans. Hér á landi lifa fáeinar tegundir iglna. Þær sjúga meðal annars blóð úr vatnafuglum, til dæmis öndum. SJÁLFSPRÓF ÚR 6.4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=