Lífheimurinn

82 Ormar – sníklar og sniðug dýr Mjúk vöðvabúnt Ormar eru yfirleitt mjúkir, grannir og aflangir. Vöðvar þeirra mynda stoðkerfi þeirra og halda líkamanum stinnum. Munnurinn er yfirleitt fremst og frá honum liggur meltingarvegurinn að afturendanum þar sem úrgangurinn gengur aftur af dýrinu. Flestir ormar hafa fremur einfalt blóðrásarkerfi og taugakerfi. Margir þeirra anda með húðinni. Ormar lifa í vatni eða á rökum stöðum á landi. Sumir brjóta niður lífrænar leifar en aðrir eru sníklar í mönnum eða öðrum dýrum. Helstu hópar orma eru flatormar , liðormar og þráðormar . Þessir hópar eru mjög ólíkir og lítið skyldir innbyrðis. Flatormar Flatormar lifa bæði í sjó og fersku vatni, auk þess sem sumir eru sníklar í líkama annarra dýra. Líkami flatorma er oft flatur, eins og nafnið gefur til kynna, og skiptist jafnan upp í litlar einingar sem kallast liðir. Bandormar eru einn hópur flatorma. Þeir eru allir sníkjudýr í mönn­ um eða öðrum dýrum. Ormurinn hefur stundum króka á höfðinu og festir sig með þeim í meltingarfærum dýra. Þar sýgur hann næringu gegnum húðina. Aftur úr höfðinu vex röð af liðum og lengstu band­ ormar geta orðið margir metrar á lengd. Þeir geta valdið sjúkdómum í dýrunum sem hýsa þá. Sullaveiki var áður algeng á Íslandi, en er nú að mestu eða öllu horfin. Veikindin stöfuðu af sulli eða sullum, sem eru vökvafylltar blöðrur sem uxu í líkama manns. Þetta voru lirfur bandorma, en full­ orðnu ormarnir lifðu í hundum og menn smituðust af þeim. Þráðormar Þráðormarnir lifa bæði á landi, í stöðuvötnum og í sjó. Þeir eru yfirleitt smáir og næstum því gegnsæir og skiptast ekki í liði. Þráðormar eru mikilvægir sundrendur og brjóta niður leifar bæði dýra og plantna. Við starf þeirra komast næringarefni í lífverum aftur í hringrás náttúrunnar. Í einni fötu af mold geta verið milljónir þráðorma. Tríkínan er þráðormur sem lifir sem sníkill. Ánamaðkurinn er nytsamur liðormur sem auðgar og bætir jarðveg. Minnsti læknir heims Blóðiglan (læknablóðsugan) er ein tegund liðorma og sýgur blóð úr mönnum og öðrum dýrum. Fyrrum var hún notuð til þess að lækna alls kyns kvilla hjá mönnum. Nú hafa menn uppgötvað að hún flýtir mjög fyrir því að erfið sár grói og er því stundum dregin fram enn, til dæmis ef græða þarf fingur á mann. Iglan hefur örvandi áhrif á blóðrásina og flýtir mjög fyrir því að blóð streymi á ný um fingurinn. 6.4 ÍTAREFNI Bandormurinn er flatormur sem lifir sem sníkill í þörmum dýra og manna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=