Lífheimurinn

81 DÝR Ígulker og sæbjúgu Ígulker minna á smáa og hnöttótta broddgelti. Þau hreyfa sig með sog­ fótum og stjaka sér til með löngum broddunum, sem eru þó líka til verndar. Ígulker lifa aðallega á þörungum sem þau naga með nokk­ urs konar tönnum. Þau éta þó líka samlokur og ýmis önnur smádýr. Tennur þeirra eru svo sterkar að þau naga jafnvel holur í stálbita og gera sér fylgsni þar. Sjálf eru ígulkerin bráð krabba, fiska og fugla. Sæbjúgu eru aflöng og minna á gild bjúgu, og þannig kemur nafnið til. Húðin er leðurkennd og mjúk því að kalkbroddarnir eru undir húðinni og mynda ekki sambyggða stoðgrind. Sæbjúgu eru áber­ andi í lífríki hafdjúpanna en þau lifa líka á grunnum sjó og finnast iðu­ lega í fjörum hér við land. Þau lifa bæði á svifi og leifum lífvera. Hin stærstu geta orðið metri á lengd og vegið 10 kíló. Í Kína og víðar þykja sæbjúgu mikið lostæti. 1 Nefndu helstu hópa lindýra. 2 Nefndu tvö algeng skrápdýr. 3 Hvar er munnurinn á skrápdýrunum? 4 Hvernig anda lindýr? 5 Hvaða lindýr hafa snúna skel (kuðung)? 6 Hvernig hreyfa samlokur sig úr stað? 7 Hvernig myndast perlur? 8 Hvaða ráð eiga smokkfiskar ef hætta steðjar að þeim? 9 Hvað gerist ef krossfiskur missir af sér einn arminn? Krossfiskar og ígulker eru verstu óvinir samlokna. Þessi skrápdýr geta valdið miklu tjóni í samlokurækt. Hér eru mikil veisluhöld hjá krossfiskum sem gæða sér á kúfskel. Ígulker hafa lengri brodda en flest önnur skrápdýr. SJÁLFSPRÓF ÚR 6.3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=