Lífheimurinn

80 DÝR Skrápdýr – sædýr með hörðum skráp Eins og nafnið gefur til kynna hafa skrápdýr um sig harðan og göddótt­ an hjúp. Líkaminn er umlukinn kalkplötum sem eru settar göddum eða broddum og mynda stoðgrind dýranna. Skrápdýrin lifa á botni sjávar og finnast niður á mörg þúsund metra dýpi. Mörg þeirra skarta skær­ um litum, frá rauðgulu og upp í blátt. Þau hreyfa sig með sérstökum sogfótum eða kalkbroddum. Munnurinn er á neðra borði líkamans en úrgangurinn fer út um op á efra borðinu. Þar á milli er maginn. Helstu hópar skrápdýra eru krossfiskar , slöngustjörnur , ígulker og sæbjúgu . Þótt undarlegt megi virðast eru skrápdýr skyldari hryggdýrum en flestir aðrir hryggleysingjar. Krossfiskar eru rándýr Krossfiskar minna dálítið á stjörnur og eru oft 20 til 30 sentimetrar í þvermál. Til eru þó mun stærri krossfiskar og sá stærsti, sem fundist hefur, var 138 sentimetrar milli armbroddanna. Krossfiskar hafa yfir­ leitt fimm arma og á broddi hvers er auga sem greinir birtu. Ef krossfiskur missir arm, eða losar sig við hann, til að komast undan óvini vex nýr fljótlega aftur. Armurinn, sem losnaði frá, getur meira að segja orðið að nýjum krossfiski – eins konar kynlaus fjölgun. Krossfiskar eru rándýr. Þeir gleypa bráðina heila eða hvolfa maganum út og melta bráðina að hluta utan líkamans. Slöngustjörnurnar eru með grennri og lengri arma en krossfiskarnir. Þær éta aðallega dauða þör­ unga og leifar dýra. Sumar þeirra lifa þó á svifi og smáum dýrum. Ef hætta steðjar að þeim grafa þær sig gjarna í sand. Krossfiskar geta verið ansi litfagrir. Ef þeir missa arm getur nýr vaxið í staðinn. Sæbjúgu eru höfð til matar í mörgum löndum og þykja lostæti. Slöngustjörnur hafa lengri, grennri og liðugri arma en kross- fiskarnir. Armarnir hlykkjast eins og slöngur og af því er heitið slöngustjarna dregið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=