Lífheimurinn

79 DÝR Smokkar hafa gogg og„þrýstivatnshreyfil“ Smokkarnir eru stærstu hryggleysingjarnir sem lifa nú. Þeim má skipta í tvo meginhópa: kolkrabba , sem hafa átta arma og halda sig mest á hafsbotni, og smokkfiska , sem hafa tíu arma og synda uppi um allan sjó. Í Atlantshafinu lifir risasmokkfiskur sem getur orðið 17 metra langur og augun í honum eru 40 sentimetrar í þvermál. Augu smokka eru ótrú­ lega lík augum okkar að gerð. Smokkar hafa griparma með sogskálum sem dýrin nota til að veiða bráð. Þeir anda með tálknum og á höfðinu eru stór augu. Í munni þeirra er sterkur og hvass goggur sem dýrin nota til að rífa í sig fiska, krabbadýr og ýmis lindýr. Smokkfiskar hreyfa sig með hjálp ugganna eða með „þrýstivatnskrafti“, en þá sprauta dýrin vatni út úr líkamanum með miklu afli. Þegar mikið liggur við getur dýrið skotið sér örsnöggt úr stað með því að sprauta vatnsbunu út um stút á möttul­ holinu. Ef hætta steðjar að geta þeir líka sprautað út svörtum vökva, bleki, og dulist fyrir óvininum inni í skýinu sem blekið myndar. Dýrin geta líka leynst fyrir óvinum sínum með því að breyta lit líkamans þannig að þau falli algerlega inn í umhverfið. Forneskjuleg lindýr Eins og áður hefur komið fram eru mörg lindýr með harða skel um sig, þó ekki kolkrabbar og smokkfiskar sem eru í þeim hópi lindýra sem kallast einu nafni smokkar. Fyrir milljónum ára lifðu smokkar sem höfðu skel um allan líkamann, en þessi dýr eru að mestu aldauða. Enn í dag lifa smokkar sem hafa um sig hólfskipta skel. Þessi dýr, sem lifa í heitum höfum, kallast kuggar (perlusnekkjur) og forfeður þeirra voru helstu rándýr sjávar fyrir um 300 milljónum ára. Þau hafa líklega lítið breyst á þessum langa tíma og kuggar nútímans eru eiginlega lifandi steingervingar. Þeir hafa allt að 90 munnarma, en á þeim eru engar sogskálar. Dýrið á myndinni er kuggur. Þessi dýr lifa í Kyrrahafi og Indlandshafi. Átta griparmar Tveir fálmarar Munnur með goggi LÍF Í ÞRÓUN Vatni er þrýst út og skapar„þrýstivatnskraft“ Stútur Möttulhol Tálkn Blekkirtill Möttull Skel (leif af ytri skel) Smokkfiskar hafa tíu arma og þar af eru tveir lengri og kallast fálmarar. Magi Uggi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=