Lífheimurinn
6 1.1 Vistfræði fjallar um samskiptin milli allra lifandi vera. Dýrafræði snýst um dýrin og líf þeirra. Erfðafræði fjallar um erfðir lífvera. Atferlisfræði fjallar um hegð- un dýranna. Grasafræði fjallar um plöntur og líf þeirra. Þróunarfræði fjallar um það hvernig lífverur breytast og þróast. Læknisfræðin snýst um manns- líkamann og sjúk- dóma. Fræðin um lífið Hvað er líf? Líffræðin er sú grein náttúruvísindanna sem fjallar um allt sem er lif andi – frá því að líf kviknar og þar til því lýkur við dauða. Til lífvera teljast bæði agnarsmáar bakteríur og risavaxnar plöntur og dýr. Við menn erum ein tegund dýranna. Við erum spendýr rétt eins og leður blökur og hvalir. Aðeins sum fyrirbæri á jörðinni eru lifandi og þau kallast lífverur . Það einkennir lífverur að þær fæðast, vaxa og anda, þær þurfa orku og þær geta fjölgað sér og loks deyja þær. Flestar lífverur geta hreyft sig úr stað. Fjölgunin fer oftast þannig fram að sáðfruma og egg sameinast – frjóvgun á sér stað. Á sama augnabliki hefst nýtt líf. Frumurnar skipta sér og þær verða sífellt fleiri og fleiri. Líffræðin er víðtæk fræðigrein Orðið líffræði skýrir sig sjálft, þetta er fræðigreinin um lífið. Líffræðin fjallar um allt sem er lifandi og því er ekki undarlegt að hún skiptist í mörg svið. Líffræði fjallar til dæmis um plöntur og dýr og marga aðra hópa lífvera, samskipti milli þeirra og sögu. LÍFFRÆÐI Hér má sjá dæmi um nokkur mismunandi svið líffræðinnar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=