Lífheimurinn

77 DÝR Kóraldýr lifa í risasambúum Kóraldýrin eru smá en þau lifa mörg saman í stórum sambúum. Til verndar hverju dýri myndast utan um það hörð kalkskel. Dýrið stingur svo gripörmunum út úr skelinni og grípur úr vatninu fæðu­ agnir sem rekur fram hjá. Þegar dýrin drepast verður kalkskelin eftir og ný dýr geta gert sér íverustað ofan á gömlu skelinni. Á þennan hátt myndast á löngum tíma í hafinu stór rif úr kalkskeljum kóraldýranna. Stærsta rifið, sem myndast hefur á þennan hátt, er Rifgarðurinn mikli undan strönd­ um Ástralíu. Það rif er rúmlega 2000 kílómetra langt og flatarmálið er tvöfalt flatarmál Íslands. Við kóralrifin lifa yfirleitt fleiri tegundir dýra og þörunga en annars staðar í hafinu, en lífríki þeirra er nú víða í hættu vegna umhverfisbreytinga. Kóralrif vaxa raunar líka í köldum sjó, meðal annars við Ísland, en þau eru á talsverðu dýpi og því fáum kunn. Þau finnast helst sunnan við landið þar sem strauma gætir, einkum í hlíðum landgrunnsins. Lífríkið er fjölbreyttara við þessi kóralrif en utan þeirra og þau gegna líklega miklu hlutverki í lífríki sjávarins. Til umræðu er að friða þau. Sæfíflar minna oft á blóm Sæfíflar eru holdýr sem minna á kóraldýr en þeir lifa hins vegar hver út af fyrir sig en ekki í sambúum. Þeir eru fastir við botninn en geta þó sveigt og beygt líkamann. Umhverfis munnopið er krans griparma sem eru mismunandi að lit eftir tegundum. Þeir veiða einkum smáfisk sem þeir lama með brennifrumum í gripörmunum. Með örmunum er fiskinum svo stungið inn um munninn. Sæfíflar draga inn griparmana og loka munnopinu ef þeir verða fyrir árás. 1 Hvernig afla svampdýr sér fæðu? 2 Úr hverju er ekta þvottasvampur gerður? 3 Hversu mikill hluti marglyttna er vatn? 4 Nefndu tvo hópa holdýra. 5 Nefndu eina tegund marglyttna sem lifir við Ísland. 6 Hvernig éta sæfíflar? 7 Hvernig myndast kóralrif? 8 Hvað veldur skærum litum kóraldýra? Hvers vegna er það mikilvægt að vernda kóralrifin? Sum kóraldýr lifa samlífi með einfruma þörungum sem lifa í líkama dýranna og sjá þeim fyrir fæðu og súrefni. Skærir litir kóraldýra stafa oft af þessum þörungum. Trúðfiskar eru alls óhræddir við grip- arma sæfíflanna, enda er verndandi slímlag um fiskana. Fiskarnir leita skjóls innan um griparmana og éta matarleifar sem falla til þar. SJÁLFSPRÓF ÚR 6.2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=