Lífheimurinn

76 DÝR Holdýr lama bráð sína Flest holdýr eru rándýr sem lifa í höfunum. Nafnið er dregið af holrými í miðjum líkam­ anum þar sem meltingin fer fram. Helsta vopn þessara dýra er sérstök tegund frumna, brenni­ frumurnar . Þær eru eins konar hylki með eitri og í því er uppvafinn og holur þráður. Dýrið getur slöngvað þræðinum úr hylkinu og dælt eitrinu inn í árásardýrið eða bráðina. Holdýr hafa griparma allt umhverfis munn­ opið og færa með þeim fæðuna inn um opið. Úrgangurinn fer síðan út um sama op. Á löngum örmum marglyttunnar eru brennifrumur. Marglyttur hafa langa griparma Orðið marglytta merkir líklega eitthvað sem glittir á í sjó. Marglyttur eru algengar hér við land, einkum síðsumars, en þær verða ekki stór­ ar og eru meinlitlar. Brennihveljan er einna al­ gengust og hefur valdið skaða í fiskeldi hér. Hún er yfirleitt um 20 cm í þvermál hér við land. Lengra úti í Atlantshafinu lifa marglyttur sem geta orðið tveir metrar í þvermál og niður úr þeim hanga armar sem eru tugir metra á lengd. Hættulegasta marglytta heims lifir við strendur Ástralíu og getur orðið mönnum að bana. Marglyttur eru að langmestu leyti vatn, allt að 95%, og þær éta svif, krabbadýr og smáfisk. Dýrin eru annaðhvort karldýr eða kvendýr. Þar eð líkaminn er gagnsær má sjá kynkirtlana sem eru eins og skeifur umhverfis munnopið. Karldýrið losar sáðfrumur út í vatnið þar sem þær frjóvga eggfrumur úr kvendýrunum. Hjá sumum tegundum renna frumurnar saman inni í líkamsholi kvendýrsins. Úr frjóvgaðri eggfrumu vex lirfa sem sest á hafsbotninn. Þar vex hún og af henni myndast síðan margar nýjar marglyttur sem synda á brott. Brennifruma marglyttu með upphringuðum þræði í eiturhylki. Þegar þræðinum er slöngvað út getur eitrið komist inn í þann sem gerir árás eða í bráð marglyttunnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=