Lífheimurinn

74 DÝR Mismunandi líkamshiti dýra Í hafinu er hitastigið yfirleitt stöðugt, en á landi eru miklu meiri sveifl­ ur í hita. Hjá fyrstu landdýrunum fylgdi líkamshitinn þeim hita sem ríkti í umhverfinu. Dýrin urðu einfaldlega að leita uppi staði þar sem hitinn var hæfilegur. Dýr sem haga sér svona kallast misheit dýr eða dýr með köldu blóði . Hryggleysingjar, froskdýr og skriðdýr eru misheit dýr, líkt og fyrstu landdýrin. Fuglar og spendýr hafa hins vegar hæfileika til þess að geta stjórnað líkamshitanum sjálf. Dýr sem halda líkamshitanum jöfnum allt árið um kring, án tillits til umhverfishitans, eru jafnheit dýr eða dýr með heitu blóði . 1 Hversu margar tegundir dýra eru þekktar á jörðinni? 2 Hvað kallast þeir sem rannsaka dýr? 3 Dýr skiptast í tvo meginhópa. Hverjir eru þeir? 4 Segðu frá fyrstu fiskunum sem gengu á land. 5 Hvað merkir það að dýr séu misheit? 6 Lýstu því hvernig landdýr hafa lagað fjölgun sína að lífi á landi. Hvers vegna heldur þú að dýrin hafi yfirgefið hafið og gengið á land? Eðlur eru misheit dýr, líkt og fyrstu landdýrin. SJÁLFSPRÓF ÚR 6.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=