Lífheimurinn

73 DÝR Úr vatni á land Líf fyrstu dýranna á landi hlýtur að hafa verið erfitt. Einna fyrstu landdýrin voru lindýr og liðdýr á borð við snigla, skordýr og sporðdreka. Liðdýrin voru vel sett því að þau höfðu um sig harða skurn og þornuðu því ekki upp á þurru landi. Frá þessum tíma hafa þau átt mikilli velgengni að fagna og nú eru fleiri tegundir og fleiri dýr í hópi liðdýra en í nokkrum öðrum hópi dýra. Hryggdýrin námu einnig land, en talsvert síðar. Fyrstu landhryggdýrin voru fiskar sem voru með tálkn en sumir einnig frumstæð lungu. Þeir höfðu enn fremur ugga sem voru lengri en hjá öðrum fiskum og nýttust sem eins konar fætur. Með þeim gátu fiskarnir skriðið milli vatnspolla. Af þessum fiskum þróuðust dýr sem nefnast fiskfroskar (nú aldauða) og síðar froskdýr . Froskdýrin voru með sterkari beinagrind en fiskarnir og eiginlega fætur sem gátu borið dýrin uppi á landi. Frá froskdýrum þróuðust síðar skriðdýr . Í hópi skriðdýr­ anna voru smávaxnar risaeðlur sem fuglar nútímans eru komnir af. Forfeður spendýra voru líka skriðdýr. Ytri og innri frjóvgun Fiskar og froskdýr fjölga sér með ytri frjóvgun . Það merkir að egg (hrogn) og sáðfrumur (svil) koma saman í vatni. Froskdýr sem lifa á þurru landi snúa aftur til vatnsins þegar þau maka sig. Frjóvgunin getur ekki farið fram á þurru landi vegna þess að kyn­ frumurnar myndu þorna um of. Hjá skriðdýrum, fuglum og spendýrum frjóvgast eggið inni í líkama kvendýranna. Það kallast innri frjóvgun . Egg skriðdýra og fugla fá um sig skurn og er síðan verpt á þurru landi. Skurnin varnar því að þau þorni upp. Þetta hefur gert skriðdýrum og fuglum kleift að lifa á landsvæðum sem eru fjarri vatni. Spendýrin fjölga sér líka með innri frjóvgun, en þau verpa ekki heldur fæða lifandi unga. Fjölfætlur Þráðormar Lindýr Liðormar Flatormar Svampar Holdýr Spendýr Krabbadýr Skordýr Áttfætlur Froskdýr Bakteríur FRUMDÝR Tegundir skordýra í heiminum eru ótrúlega margar. Bjöllur, fiðrildi og maurar eru algeng skordýr. HRYGGLEYSINGJAR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=