Lífheimurinn
72 6.1 Þróunartréð sýnir hvernig talið er að hinir ýmsu hópar dýra hafi þróast. Þau dýr sem komu fyrst fram eru neðst á trénu. Skrápdýr Fiskar Skriðdýr Fuglar Veröld stórkostlegra dýra Með hrygg eða án hans Nú hefur yfir ein milljón tegunda dýra verið greind og fengið heiti. En ljóst er að til eru miklu fleiri tegundir sem hafa ekki verið uppgötvaðar enn þá. Vísindamenn sem rannsaka dýr kallast dýrafræðingar . Þeir hafa skipt dýrum í hópa eftir skyldleika þeirra. Megin hóparnir eru hryggdýr og hryggleysingjar. Í hópi hryggdýranna eru meðal annars fiskar, froskdýr, skriðdýr, fuglar og spendýr. Hinn hópurinn, hryggleysingj arnir , er þó mun stærri og til þeirra teljast um 95% allra dýra tegunda. Eins og nafnið gefur til kynna hafa þessi dýr ekki hrygg. Liðdýrin eru stærsti hópur hryggleysingja og til þeirra teljast meðal annars skordýr, krabbadýr, kóngulær og fjöl fætlur. Af öðrum hryggleysingjum má nefna svampdýr, holdýr, lindýr, skrápdýr og orma. Helstu hópar dýra eru sýndir á þessu þróunartré. Hryggleysingjar voru fyrstu dýrin Fyrstu dýrin voru einföld að gerð og eru trúlega komin af lífverum sem líktust einfruma frumdýrum . Þegar fram liðu stundir urðu dýrin flóknari að gerð og lögun þeirra varð með ýmsu móti. Á þessum tíma lifðu öll dýr í hafinu sem iðaði af alls kyns hryggleysingjum. Síðan kom að því að fyrstu hryggdýrin komu fram á sjónarsviðið. Það voru fiskar af ýmsu tagi. Hjóldýr eru smáir hrygg- leysingjar sem lifa í vatni. Þau synda um með hjálp svipuhára sem mynda krans um munnopið. Hárin færa líka fæðuna inn í munninn. HRYGGDÝ
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=