Lífheimurinn
Dýr Feikileg fjölbreytni Við finnum dýr nánast alls staðar. Í hafdjúpunum, í loftinu, í regnskógum hitabeltisins og í umhverfinu fyrir utan skólann – alls staðar iðar allt af lífi. Sum dýr eru stórvaxin en önnur eru agnarsmá og sjást illa eða ekki með berum augum. Þegar þú stígur til jarðar úti í náttúrunni traðkar þú á aragrúa smákvikinda, jafnvel mörgum tugum þúsunda. Kóngulær, bjöllur, sniglar, lirfur, stökkmor, ánamaðkar, þráðormar, fjölfætlur og mörg önnur smádýr leynast í gróðrinum og í jarðveginum undir fótum þínum. 1 Hver er helsti munurinn á plöntum og dýrum? 2 Eru til dýr sem eru engum til gagns? 3 Hvalir, leðurblökur og menn eru spendýr. Hvað er líkt með þeim og hvað er ólíkt? 6.1 Veröld stórkostlegra dýra 6.2 Svampdýr og holdýr 6.3 Lindýr og skrápdýr 6.4 Ormar – sníklar og sniðug dýr 6.5 Krabbadýr, áttfætlur og fjölfætlur 6.6 Liðdýr – fjölbreyttasti hópur lífvera 6.7 Fiskar – fyrstu hryggdýrin 6.8 Froskdýr og skriðdýr 6.9 Fuglar – frá skriðdýrum til fleygra dýra Í BRENNIDEPLI: Ofurskyn dýra 6.10 Spendýr – við og ættingjar okkar 6 71 • að dýr skiptast í hryggleysingja og hryggdýr • að dýr geta ekki búið til eigin fæðu • að dýr hafa þróast frá lífi í vatni til lífs á landi • að dýr eru ýmist misheit eða jafnheit • að skordýr eru sá hópur dýra sem hefur flestar tegundir • að maðurinn er spendýr Leðurblökur eru spendýr, rétt eins og við. Þær eru flugfimar og veiða skordýr á nóttunni. Þær nota bergmálsmiðun til þess að finna bráðina. EFNI KAFLANS Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=