Lífheimurinn
69 PLÖNTUR Mosar og byrkningar eru gróplöntur • Mosar, byrkningar og fleiri gróplöntur fjölga sér með gróum. Þetta voru fyrstu landplönturnar. • Mosar hafa engar eiginlegar rætur og taka vatnið beint úr umhverfinu. • Barnamosi getur bundið mikið vatn í sér. • Mór myndast meðal annars úr barnamosa. Mór var fyrrum mikilvægt eldsneyti. • Byrkningar eru æðplöntur. Þeir hafa rætur, stöngul og græn laufblöð með æðum. • Byrkningar skiptast í þrjá meginhópa: burkna, jafna og elftingar. Blómplöntur og barrtré eru fræplöntur • Allar plöntur, sem bera blóm, mynda fræ. Fræin dreifast og ný planta vex upp. Barrtré voru fyrstu fræplönturnar. Blómplöntur komu fram síðar. • Fræplöntur geta búið til sykur og súrefni með hjálp blaðgrænu, koltvísýrings, vatns og orku frá sólinni. Þetta kallast ljóstillífun. • Fræplöntur hafa rætur, stöngul og blöð með æðum í. Eftir þeim flyst vatn og sykur. • Hlutverk blómanna er að mynda fræ og stuðla þannig að dreifingu plantnanna. • Í blóminu eru karlkyns æxlunarfæri sem heita fræflar og kvenkyns æxlunarfæri sem heita frævur. • Plöntum er skipt í skipt í hópa eftir skyldleika, til dæmis í ættir og ættkvíslir. Aldin og fræ myndast eftir frævun og frjóvgun • Frævun er fólgin í því að frjókorn flyst frá fræfli og yfir á fræni frævunnar. • Skordýr fræva flestar fræplöntur sem lokka dýrin til sín með ilmi, skærum litum, frjókornum og blómsafa. Frjókorn sumra plantna dreifast með vindi, vatni eða öðrum dýrum en skordýrum. • Þegar frjókorn hefur fest við fræni á frævu vex frjópípa niður eftir frævunni. Sáðkjarni úr frjókorninu frjóvgar eggfrumu í egglegi frævunnar. Fræið myndast úr frjóvgaðri eggfrumunni og úr eggleginu myndast aldin um fræið. Frá fræi til plöntu • Fræ geta dreifst með vindi, vatni eða dýrum. Sumar plöntur dreifa þó fræjum sínum sjálfar. • Plöntur geta líka dreift sér án fræja, til dæmis með renglum. • Fræin byrja að spíra í hæfilega rökum og hlýjum jarðvegi og nýjar plöntur vaxa upp. • Þegar fræ spíra myndast rótin fyrst. Síðan myndast fyrstu laufblöðin sem kallast kímblöð. • Margt af því sem við borðum og notum dagsdaglega er úr plönturíkinu. • Margar af algengustu plöntum okkar lifa veturinn af sem fræ. Aðrar plöntur hafa gildar rætur eða lauka sem lifa veturinn. • Flest lauftré fella laufblöðin á haustin. Hunangsflugur eru mikilvægir frævarar. Gróin eru í gróhirslum mosanna. 5.1 5.2 5.3 5.4 Fræplöntur fjölga sér með fræi. Í blómum eru fræflar og frævur. Fræið spírar og myndar rót og laufblöð. SAMANTEKT
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=