Lífheimurinn
68 PLÖNTUR Að lifa af veturinn Á norðlægum slóðum er kalt og víða þurrt á veturna. Það, ásamt myrkri, veldur því að starfsemi flestra plantna er lítil sem engin. Margar plöntur falla því að hausti og aðeins fræin lifa veturinn. Hjá sumum tegundum lifir rótin veturinn og upp af henni vex nýr ofanjarðarhluti að vori. Sumar plöntur bera fræ á löngum stilkum sem standa oft upp úr snjónum á veturna. Í hvassviðri losna fræin af stilkunum, kastast út á snjóbreiðuna og geta þá borist langar leiðir. Þegar snjóa leysir á vorin hafna fræin í jarðveginum og geta spírað og orðið að nýjum plöntum. Aðrar plöntur spjara sig yfir veturinn með því að safna næringarefn- um og vatni í gildar rætur eða lauka sem lifa veturinn. Þú hefur áreiðan- lega borðað bæði gulrætur og lauk. Mörg tré og runnar eiga í erfiðleikum með að fá nægilegt vatn á veturna þegar jörð er frosin. Þetta er ein skýringin á því að þau fella laufblöðin á haustin. Áður en laufblöðin falla eyðist blaðgrænan í þeim og hún eyðist fyrr en önnur litarefni. Þá verða gulir og rauðir litir áberandi í blöðunum og það köllum við haustliti. Barrtré hafa nállaga laufblöð sem kallast barr . Þau sitja á flestum barrtrjám allt árið. Yfirborð þeirra er lítið og þau eru þakin vaxi sem dregur úr útgufun. 1 Nefndu dæmi um fræ sem dreifast með vindi. 2 Hvað er fræhvíta? 3 Hvað kallast fyrstu laufblöð plöntu? 4 Nefndu þrjú dæmi um það hvernig við notum plöntur í daglegu lífi. 5 Gerðu grein fyrir mismunandi aðferðum sem plöntur nota til að dreifa fræinu. 6 Lýstu því hvernig plöntur geta dreifst án þess að fræ komi við sögu. 7 Hvað gerist þegar fræ byrjar að spíra? 8 Jarðarberjaplöntur geta dreifst með renglum. Hvað er rengla? Grænir bílar – umhverfisins vegna Menn nota æ meira af efni úr plöntum við smíði bíla. Trefjar úr línplöntu og hampjurt eru nú þegar mikið notaðar í mörgum bílaverksmiðjum. Trefjarnar eru meðal annars notaðar í klæðningu, sæti og mælaborð. Hlutir úr plöntuefni eru ódýrir, sterkir, léttir og góðir til hita- og hljóðeinangrunar. Þeir auðvelda líka framleiðendum að uppfylla kröfur Evrópusambandsins þess efnis að 85% af öllu efni, sem er notað í bíla, sé endurvinnanlegt til þess að vernda umhverfið. Birki er dæmi um trjátegund sem fellir laufblöðin á haustin. Á veturna þurfa trén á minna af vatni að halda. ÍTAREFNI SJÁLFSPRÓF ÚR 5.4
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=