Lífheimurinn

1 1.1 Fræðin um lífið 1.2 Líffræðilegur fjölbreytileiki Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ EFNI KAFLANS • að líffræðin fjallar um lífið og lífverurnar • að lífverur eru allt sem lifir • að lífverur eru gerðar úr frumum • að lífverur eru flokkaðar í skylda hópa, svo sem ættir, ættkvíslir og tegundir • að það eru bara einstaklingar af sömu tegund sem geta eignast frjó afkvæmi 5 Við rekumst sjaldan á eitthvað lifandi í eyðimörkum. Hér hleypur þó lítil bjalla eftir heitum eyðimerkur­ sandinum. Lífið á jörðinni Reikistjarnan sem iðar af lífi Við þekkjum aðeins eina reikistjörnu þar sem líf er að finna. Þessi reikistjarna er jörðin. Við getum þakkað það sólinni að við njótum nægrar birtu og að hér er hæfilega hlýtt. Hér er líka súrefni sem við öndum að okkur, matur, sem við getum borðað, og margs konar umhverfi til þess að lifa í. Á jörðinni finnst aragrúi ólíkra lífvera sem lifa í nánum tengslum hver við aðra. En það er ekki sjálfsagt mál að líf þrífist á jörðinni. Því til áréttingar má benda á að enn þekkjum við ekki neina aðra reikistjörnu þar sem líf hefur kviknað. Mennirnir bera mikla ábyrgð á því að lífið fái að þróast áfram á eðlilegan hátt í framtíðinni. Til þess að svo megi verða er meðal annars nauðsynlegt að við séum vel að okkur í líffræði. 1 Um hvað fjallar líffræðin? 2 Skoðaðu myndirnar. Hver heldur þú að sé meginmunurinn á því að lifa í hafi og í eyðimörk? 3 Heldur þú að einhverjar tegundir plantna og dýra séu óþarfar? 4 Hvernig getur þekking í líffræði haft áhrif á það hvernig við lifum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=