Lífheimurinn
67 PLÖNTUR Plöntur í daglegu lífi Allt sem við borðum er á einn eða annan hátt komið frá plöntum eða öðrum lífverum sem hafa blaðgrænu. Það á til dæmis við um grænmeti, ávexti, fræ, matarolíu og smjörlíki. En kjötið og fiskurinn eru líka upp- haflega úr einhvers konar grænum plöntum. Sauðfé og nautgripir bíta gras og síðan borðum við til dæmis lambakjöt, hamborgara eða nauta- steik. Við drekkum líka mjólk úr kúnum. Við ræktum margar tegundir plantna sem mynda næringarrík fræ, til dæmis hveiti, hrísgrjón, maís, baunir og hnetur. Þessi fræ eru auðug að mikilvægum næringarefnum á borð við kolvetni, fitu og prótín. En við nýtum ekki plöntur eingöngu til matar. Margvíslegur fatnað- ur er búinn til úr bómull sem er unnin úr hárum á fræi bómullarrunna. Úr trjám vinnum við timbur og pappír . Við fáum líka orku með því að brenna timbri, mó og kolum. Kolin eru einkum steingerðar leifar byrkningatrjáa sem uxu löngu fyrir tíma risaeðlanna. Við vinnum líka lyf úr ýmsum plöntum. Mjaðurt er algeng, íslensk jurt og í henni eru ýmis efni sem eru algeng í mörgum töflum sem við tökum við höfuðverk. Margir hlutir, sem við notum daglega, eru úr plöntum. Hér eru nokkrir hlutir sem eru framleiddir úr plöntum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=