Lífheimurinn
66 PLÖNTUR Kímblöð plantna Kímblöðin eru ekki jafnmörg hjá öllum plöntum. Flestar fræplöntur eru annaðhvort með eitt kímblað eða tvö. Við getum líka séð það á æðunum (æðstrengjunum) í laufblöðum fullvaxinnar plöntu til hvaða hóps hún heyrir. Einkímblöðungar hafa beina og oft nokkurn veginn samsíða æðstrengi. Grös, túlípanar og liljur eru dæmi um einkímblöðunga. Tvíkímblöðungar hafa hins vegar greinótta æðstrengi, til dæmis rósir og bjarkir. Barrtré hafa mörg kímblöð sem mynda eins konar krans. Spírun fræja Þegar fræ hafa dreifst og hafnað í jarðvegi geta þau farið að spíra . Það gerist þó ekki nema jarðvegurinn sé hæfilega rakur og hitastigið rétt. Fræ margra plantna liggja í jarðvegi vetrarlangt og lifna að vori þegar hlýnar. Fræin, sem ná að spíra, lifa í fyrstu af forðanum sem þau hafa, fræhvítunni . Þau nýta forðann til þess að mynda rót með rótarhárum . Síðan myndast fyrstu laufblöðin. Þau kallast kímblöð . Þegar þau hafa myndast getur plantan farið að búa til þann sykur sem hún þarf til að halda áfram að vaxa. Sum fræ þurfa að þroskast í langan tíma áður en þau geta spírað. Fræ af furutrjám spíra til dæmis ekki nema þau hafi legið úti heilan, kaldan vetur. Fræ annarra plantna þurfa jafnvel að liggja mörg ár í jörðu áður en þau spíra og fræ sumra trjáa spíra ekki nema þau hafi hitnað í skógareldi. 1. Fræið fer á kaf í jarðvegi. 2. Fræið spírar og myndar rætur og notar til þess forðann í fræhvítunni. 3. Upp vex lítil planta með kímblöðum. Nú getur plantan framleitt eigin næringu. 4. Plantan vex og venju- leg laufblöð myndast ofan við kímblöðin sem eyðast. Tvíkímblöðungur Einkímblöðungur Mörg kímblöð (barrtré) ÍTAREFNI
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=