Lífheimurinn
65 PLÖNTUR um heimkynnum sínum. Fræin myndast í smáum reklum sem minna á köngla barrtrjáa. Reklarnir falla oft í vatnið og geta borist um langan veg með því. Kókoshnetur eru með stærri aldinum plantna og þær dreifast líka með vatni. Nýjar plöntur geta þá vaxið upp á stöðum þar sem samkeppni við aðrar plöntur er ekki mikil. Loks má nefna að dýr dreifa fræjum sumra plantna. Þegar þau éta aldin með fræjum dreifast fræin með saurn- um og geta hafnað á nýjum stöðum. Fræ geta líka fest við fólk eða í feldi dýra og dreifst þannig. Fræ krókalöppunnar er dæmi um slíkt. Fjölgun án fræja Plöntur geta líka fjölgað sér án þess að mynda fræ. Slík fjölgun kallast kynlaus fjölgun . Þú hefur kannski einhvern tíma tekið afleggjara af pottaplöntu og sett í vatn? Á nokkr- um dögum myndast nýjar rætur á afleggjaranum. Þá má setja hann í mold og þannig fæst ný pottaplanta. Annað dæmi er þegar kartafla er sett niður á vorin og upp vex nýtt kartöflugras. Að hausti eru teknar upp nýjar kartöflur sem hafa myndast á neðanjarðarrenglum plöntunnar. Sumar plöntur dreifa sér með löngum þráðum sem kall- ast renglur , sem eru ýmist neðanjarðar (jarðrenglur) eða ofanjarðar. Margar votlendisplöntur og skriðsóley dreifa sér til dæmis með jarðrenglum og upp af þeim vaxa nýjar plöntur. Jarðarberja- og hrútaberjaplöntur breiðast út með ofanjarðarrenglum. Maurar í frædreifingu Stundum fá plöntur hjálp úr óvæntri átt. Þrenningarfjóla myndar til dæmis fræ og við þau hanga olíukirtlar sem maurar eru sólgnir í. Maurarnir bera fræin oft langar leiðir. Þeir éta olíukirtlana, en fræin falla ósködduð og upp af þeim geta vaxið nýjar plöntur. Þetta er óneitanlega heppileg aðferð til þess að dreifa fræjunum! Kjarrsóley er önnur tegund sem nýtur aðstoðar maura við frædreifinguna. Fræ þessarar plöntu líkjast púpum tiltekinnar maurategundar og þeir láta blekkjast og draga fræin oft með sér í þeirri trú að þetta séu púpur. Á myndinni eru maurar í ætisleit. Í breiðu af tágamuru geta allar plönturnar verið komnar af sömu plöntunni. Rauðar jarð- renglurnar eru áberandi hjá tágamuru. ÍTAREFNI
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=