Lífheimurinn

64 5.4 Fræ eru ýmist hörð eða mjúk og þau eru til dæmis í ávöxtum, berjum eða hnetum. Sumar plöntur dreifa fræjum sínum sjálfar. Aðrar fá hjálp frá vindum, vatni eða dýrum. DREIFAST MEÐ VINDI Furufræ Túnfífilsfræ Birkifræ EIGIN DREIFING Draumsóleyjarfræ Blágresisfræ Fræ dreifast á marga vegu Plöntur búa á mismunandi hátt um fræ sín og þau eru oft inni í aldinum . Aldinin vernda fræin og þau eru oft fæðurík og laða því að sér dýr sem dreifa þeim. Plöntur nýta margvíslegar aðferðir til þess að dreifa fræj- unum þegar þau hafa náð fullum þroska. Sumar plöntur dreifa fræjum sínum algerlega sjálfar . Ertublóm, til dæmis lúpína, blágresi og draumsóleyjar, mynda fræ sem eru í hýði. Þegar þau þroskast opnast hýðin af sjálfsdáðum og fræin þeytast úr þeim. Aðrar plöntur nýta sér vindinn . Þú hefur ef til vill tekið biðukollu af fífli og blásið af henni fræin sem eru létt og með svifhárum? Fræ, sem dreifast með vindi, geta líka verið með vængjum sem gera þeim kleift að svífa langar leiðir. Fræ af hlyni eru vængjuð. Það á líka við um fræ af greni- og furutrjám. Fræ þessara trjáa sitja á köngulhreistrum í köngl- unum og svífa á braut þegar þau hafa þroskast. Þá eru til plöntur sem nýta sér vatnið til þess að dreifa fræjunum. Elri (sem kallast líka ölur) er lauftré sem vex víða við vatn í náttúruleg- Frá fræi til plöntu DREIFAST MEÐ DÝRUM DREIFAST MEÐ VATNI Hvönn Vallarfoxgras Sortulyngsber Reyniber Kókoshneta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=