Lífheimurinn

63 PLÖNTUR Frjókorn sem dreifast með vindi Frjókorn dreifast ekki bara með skordýrum. Frjókorn margra trjáa og grasa dreifast með vindi. Í hverju blómi eru milljónir örsmárra frjókorna sem geta borist marga tugi kílómetra með vindi. Í nágrenni mikilla barrskóga má oft sjá gula slikju á yfirborði vatna og á steinum eða öðrum sléttum flötum. Þetta eru frjókorn barrtrjánna. Frævur, þessara plantna hafa stórt og límkennt fræni sem eykur líkurnar á því að frjókornin festist við það. Að öðrum kosti myndu frjókornin, sem þjóta hjá, ekki festast. Blóm vindfrævandi plantna eru hins vegar yfirleitt smá og græn og án nokkurs ilms. Sjálffrævun eða aðfrævun Frævan í blómi getur annaðhvort frævast af frjókorni úr fræfli í sömu plöntu eða af frjókorni úr fræfli annarrar plöntu. Ef frjókornin eru úr sömu plöntu kallast frævunin sjálffrævun . Hún er algeng hjá höfrum, hveiti, byggi og fleiri korntegundum. Algengast er þó að frjókorn berist frá annarri plöntu og frævunin kallast þá aðfrævun . Kosturinn við aðfrævun er sá að þá blandast eigin- leikar tveggja ólíkra plantna. Nýja plantan fær þá í arf oft betri eigin- leika en hvor foreldraplantan um sig hafði. Blóm, sem aðfrævast, komast hjá sjálffrævun á ýmsan máta. Ein að- ferð til þess er að láta fræflana og frævurnar ekki þroskast á sama tíma. Þetta gerist til dæmist þannig hjá bláklukku. Þegar fræflarnir dreifa frjókornunum er frævan í blóminu alls ekki þroskuð. Þroskaðar frævur geta hins vegar fundist í öðrum plöntum af sömu tegund. Annar háttur til þess að komast hjá sjálffrævun er að hvert blóm hefur bara fræfla eða bara frævur en þannig er það til dæmis hjá sumum víðitegundum. 1 Hvað er það sem laðar skordýr að blómum? 2 Hvar eru eggfrumur blómanna? 3 Hvað á sér stað við frævun? 4 Nefndu tvær helstu aðferðir við dreifingu frjókorna. 5 Nefndu dæmi um það hvernig plöntur komast hjá sjálffrævun. 6 Lýstu því sem gerist frá því að frjókorn festist á frævu og þar til fræmyndast. 7 Lýstu gerð blóma hjá plöntum sem vindfrævast. 8 Hvers vegna er eplauppskera oft lítil á haustin eftir kalt vor? Frjókorn furutrjáa eru með tveimur loft- fylltum„vængjum“ sem valda því að þau geta borist langar leiðir með vindi. Myndin er af frjó- korni sem er stækkað 1600 sinnum. Göddótt frjókorn festast auð- veldlega við skordýr sem flytja þau milli plantna. Þetta er frjó- korn af rósategund. SJÁLFSPRÓF ÚR 5.3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=