Lífheimurinn
PLÖNTUR Fræin myndast að lokinni frjóvgun Þegar frjókorn hefur fest við frænið á frævunni tekur frjó- pípa að vaxa niður í áttina að eggbúinu. Í frjókorninu eru eins konar sáðfrumur sem kallast sáðkjarnar. Þegar frjó- pípan hefur náð til eggfrumunnar í eggbúinu flytjast tveir sáðkjarnar niður eftir frjópípunni. Annar sáðkjarninn frjóvgar eggfrumuna og síðan tekur fræið að myndast. Hinn sáðkjarninn sameinast annarri frumu í eggbúinu og þá myndast fræhvítan sem verður forðanæring fræsins á fyrstu stigum þess þegar það byrjar að spíra. Fræ eru í aldinum Að lokinni frjóvguninni tekur eggleg frævunnar að vaxa. Úr eggleginu myndast aldin utan um litla fræið. Hjá sumum plöntum eru mörg eggbú í frævunni. Þá myndast mörg fræ í einu og sama aldininu. Í epli eru til dæmis mörg fræ (steinar). Þegar fræ og aldin taka að vaxa falla krónublöðin þar eð ekki er þörf á þeim lengur. Hlutverk þeirra var eingöngu að laða að skordýr til þess að annast frævunina. Frjókorn Fræni Frjópípa Eggleg Eggbú Eggfruma Sáðkjarni Fræva Stíll 1. Þegar hrútaberjablómið hefur frævast frjóvgast eggfruman í frævunni í kjölfarið. Við frjóvgunina sameinast sáðkjarni frjókornsins og eggfruman í frævunni. Úr því verður til fræ. Hrútaber geta líka fjölgað sér með löngum þráðum sem kallast renglur . Renglurnar skríða frá plöntunni og mynda nýjar plöntur. 3. Eggleg frævunnar umbreytist í ber. Fræin eru inni í rauðum berjunum. 2. Að frjóvgun lokinni falla krónublöðin af. 62
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=