Lífheimurinn
61 Sérhæfðir frævarar Þróunarsagan sýnir okkur að mörg dýr og plöntur hafa lagað sig hvert að öðru. Munnlimir margra skordýra eru til dæmis sérstaklega lagaðir til þess að safna frjókornum og blómsafa úr blómum af tiltekinni tegund plantna. Fræflarnir og frævurnar eru oft á þannig stöðum í blómunum að skordýrin snerta æxlunarfærin þegar þau sækja sér uppáhaldsfæðuna í plöntunni. Á þennan hátt fá dýrin fæðu og plönturnar frævast. Á þessum myndum eru sýndir nokkrir sérhæfðir frævarar. Langir sogranar Mörg fiðrildi hafa langa og upphringaða sograna sem þau geta vafið ofan af þegar þau sjúga blómsafa sem er djúpt niðri í mjóum blómum. Á þessari mynd er fiðrildi sem er í þann veginn að rétta úr sogrananum. Síðan stingur það rananum niður í blómið og sýgur upp safann. Um leið og þetta gerist frævar fiðrildið oft blómið með frjókornum sem það hefur borið með sér frá öðru blómi. Stuttir munnlimir Tvívængjur og bjöllur eru með stutta munnlimi, líkt og mörg önnur skor- dýr. Þessi dýr eru sérhæfð til þess að fræva grunn og flöt blóm. Hér má sjá tvívængju sem leitar eftir frjókornum og blómsafa í litlu og flötu blómi. Blóm sem blekkja Flugnagras er tegund brönugrasa (orkidea) sem vaxa á meginlandi Evrópu. Blóm þess minna á kvenflugur og hafa bletti sem líta út eins og vængir, fálmarar og jafnvel augu. Karlflugur af samsvarandi tegundum láta blekkjast af útliti blómanna og ilmi þeirra og reyna að para sig við þau. Við það fær karlflugan yfir sig ský af frjókornum. Kornin fylgja karlflugunni síðan að næsta blómi og þannig getur það frævast. Annars konar frævarar Í hitabeltinu, til dæmis í Suður-Ameríku, eru það ekki bara skordýr sem annast frævunina fyrir blómin. Þar lifa bæði fugl- ar og leðurblökur sem drekka blómsafa og bera frjókorn milli stórra og fagurra blóma. Á myndinni sést kólibrífugl sem sýgur blómsafa úr blómi. Í BRENNIDEPLI
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=