Lífheimurinn

60 Skordýr dreifa frjókornum Áður en fræ getur myndast í blómum verða frjókornin úr fræflunum að berast yfir á frævuna. Sá flutningur kallast frævun . Dýr, sem annast frævunina, kallast frævarar og eru oftast skordýr. Þau laðast að blómunum vegna lyktar og lita krónublaðanna. Í blóminu finna skordýrin næringarrík frjókorn og sætan blómsafa . Blómsafinn er sykur- ríkur vökvi sem er djúpt inni í blóminu. Ef þú vilt smakka á blómsafa skaltu taka blóm af smára og sjúga neðsta hluta smáblómanna. Þegar skordýrin fljúga milli blóma í ætisleit festast frjókornin við hár dýranna. Ef frjókorn hafnar á fræninu á frævunni hefur frævun átt sér stað. Býflugur eru mikilvægir frævarar Hunangsflugur og býflugur eru mikilvægir frævarar ávaxtatrjáa og margra annarra plantna. Þessar flugur safna frjókornum og blómsafa úr blómunum til matar. Úr blómsafanum búa býflugurnar til hunang sem er geymt í býkúpunni. Ef of kalt er í veðri þegar ávaxtatrén blómgast halda býflugurnar kyrru fyrir í býflugnabúinu í stað þess að fljúga um og leita fæðu. Þá dregur úr frævun og fyrir vikið þroskast færri ávextir á haustin. 1. Hunangsfluga safnar næringu, til dæmis í holtasóley. Hunangsflugur safna frjókornum í litlar körfur á fótunum. Frjókornin festast líka við hárin á flugunni og geta borist þannig til annarra blóma. 3. Ef frjókorn festist við frævuna frævast blómið. 2. Frjókorn festast við fluguna og fylgja henni til næsta blóms. Fræ og aldin myndast eftir frævun og frjóvgun 5.3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=